top of page
Writer's pictureCrash Hard 99

Akstursíþróttarfólk Íslands 2023

Updated: Dec 24, 2023


Akstursíþróttarkona og Akstursíþróttarmaður Íslands.


Lokahóf AKÍS var haldið 4. Nóvember síðastliðinn á Akranesi. Á lokahófinu voru íslandsmeistarar í Drifti, Rally, Spyrnu, Hermikappakstri, Kappakstri, Sandspyrnu, Torfæru, Rallycrossi. svo var tilkynnt Akstursíþróttarfólk Ísland, sem hafið var almenna netkosningar en gildir þó aðeins 50% á móti dómnefnd Akstursíþróttarsamband Íslands.


Daníel Jökull Valdimarsson var valinn Akstursíþróttamaður ársins 2024.

Daníel Jökull Valdimarsson Akstursíþróttamaður ársins 2023.


Daníel Jökull Valdimarsson er 17 ára og stundar nám í Borgarholtsskóla þar sem hann nemur Bílamálun og Bifreiðasmíði. Hann byrjaði að keppa í Rallýcrossi sumarið 2021 og kom inn í Rallycrossið af fullum krafti. Hefur hann keppt í öllum keppnum á þessum þremur keppnistímabilum frá því að hann hóf keppni.

Daníel Jökull varð Íslandsmeistari í Unglingaflokki í ár þar sem hann sýndi hrikalega góðan akstur í mjög harðri baráttu í sínum flokki í sumar, enda margir mjög góðir ökumenn sem þar kepptu. Hefur fjöldi keppenda í Unglingaflokki aldrei verið meiri og mikil baráttan um hvert sæti, enda er Unglingaflokkurinn í Rallycrossi hálfgerð uppeldismiðstöð Íslenskt mótorsports. Daníel Jökull varð 17 ára nú í lok ágúst og keppti í 2 flokkum, þ.e. bæði í 1000 flokki og 1400 flokki í REDNEK Bikarmótinu þar sem hann stóð sig mjög vel í báðum flokkum. Daníel Jökull er Íslandsmeistari í Rallycrossi 2023.



Heiða Karen (Akstursíþróttarkona ísland 2023) og Daníel Jökull bæði Íslandsmeistarar. Daníel Jökull hlaut Íslandsmeistara titli í Rallycross – Unglingaflokk. Og Heiða Karen hlaut Rally – Aðstoðarökumenn - Flokkur B.

32 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page